Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þyrla kölluð út til leitar
Miðvikudagur 7. september 2011 kl. 09:21

Þyrla kölluð út til leitar

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til þess að leita að tveimur 19 ára piltum sem villtust norður af Fagradalsfjalli á Reykjanesi í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn frá Grindavík höfðu leitað þeirra án árangurs og var þá þyrlan kölluð til. Fundust piltarnir klukkan hálf fimm í morgun að því er kemur fram á vef mbl.is.

Tilkynning barst lögreglu á Suðurnesjum um klukkan hálf tólf í gærkvöldi um að piltarnir tveir væru villtir. Höfðu þeir farið á fjórhjólum út vegarslóða en þegar myrkur skall á villtust þeir. Náðu þeir símasambandi við föður annars þeirra sem gerði lögreglu viðvart.

Björgunarsveit úr Grindavík var kölluð út en þegar piltarnir fundust ekki á þeim stað sem þeir höfðu sagst vera var TF-Líf kölluð út til að leita að þeim. Eins og áður segir fundust þeir á fimmta tímanum í morgun en þeir voru ágætlega á sig komnir enda vel útbúnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024