Þyngsta ýsan en ekki sú lengsta
Staðfest hefur verið að ýsan sem áhöfn Farsæls GK veiddi í Reykjanesröstinni í gær er sú þyngsta sem vitað er um en ekki sú lengsta. Fiskurinn var 12 kílógrömm þegar hann veiddist og mældist 106 sentimetrar.Stöð tvö hafði í kvöld eftir fiskifræðingi hjá Hafró að svona stór ýsa væri ekki góður matfiskur. Þar á bæ bíða menn spenntir eftir að fá fiskinn til sín í aldurs og kyngreiningu.
Af myndum af fisknum að dæma var þeirri kenningu varpað fram í dag að hugsanlega væri fiskurinn blanda af þorski og ýsu og hvað ætti að kalla svoleiðsi fisk? þýsu eða þýsku. Því má bæta við að menn brostu í laumi yfir þessari blendingshugmynd. ;)
Af myndum af fisknum að dæma var þeirri kenningu varpað fram í dag að hugsanlega væri fiskurinn blanda af þorski og ýsu og hvað ætti að kalla svoleiðsi fisk? þýsu eða þýsku. Því má bæta við að menn brostu í laumi yfir þessari blendingshugmynd. ;)