Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 30. apríl 2002 kl. 10:51

„Þyngsta stærðfræðipróf sem ég hef séð“

,,Þetta er án efa þyngsta stærðfræðipróf sem ég hef séð, og ég hef nú séð þau mörg" sagði Sigurður Þorkelsson skólastjóri í Holtaskóla þegar hann var spurður út í samræmda lokaprófið í stærfræði sem hefur verið mjög umdeilt.Margir nemendur og kennarar hafa kvartað undan stærðfræðiprófinu en prófið er sagt ekki hafa verið í neinu samræmi við stærðfræðikennsluna um veturinn og mörg dæmi á því óskiljanleg. Sigurður skólastjóri sagði í samtali við Víkurfréttir að prófið myndi koma mjög mikð niður á dreifingu einkunna á meðaltal og sagði hann prófið vera vel prófhæft fyrir áfanga í framhaldsskóla. Ekki hafði borist mikið af kvörtunum á skrifstofu Holtaskóla, en það er aðallega í höndum Námsmatsstofnunar að taka við þeim. Sigurður sagði annars að önnur samræmd próf hefðu heppnast vel og hefði hann bara heyrt ágætis hljóð í nemendum skólans. Þegar hafa nokkrir kennarar og skólastjórar sent kvartanir til Námsmatsstofnunar um fyrri hluta prófsins en engin ákvörðun eða yfirlýsing hefur verið gefin út af hálfu Námsmatsstofnunar.

Nálgast má prófið á vefsíðu Námsmats

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024