Þykknar upp undir hádegi
Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, 10-15 m/s og rigning eða slydda vestanlands undir hádegi, en síðar einnig austan til. Snýst í suðvestan og vestan 13-18 með skúrum sunnan- og vestanlands síðdegis. Heldur hlýnandi í bili. Norðan 8-13 og léttskýjað sunnan- og vestanlands í nótt, en 10-15 og éljagangur norðaustan til. Lægir á morgun og léttir víða til. Vaxandi austanátt og slydda sunnanlands síðdegis. Hiti kringum frostmark.