Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þykknar upp síðdegis
Miðvikudagur 25. október 2006 kl. 08:42

Þykknar upp síðdegis

Á Garðskagavita voru NA 14 og tæplega 4ra stiga hiti klukkan 8.
Klukkan 6 í morgun var norðlæg átt á landinu, 8-13 m/s um landið norðaustanvert og dálítil él, en annars hægari og skýjað með köflum. Hiti frá 4 stigum niður í 4 stiga frost, kaldast í Þykkvabæ.


Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Austlæg átt 8-13 m/s og þykknar upp með slyddu síðdegis. Slydda eða rigning með kvöldinu. Suðaustan 10-15 m/s á morgun og rigning. Hiti 0 til 5 stig.


Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Austan og norðaustan 8-15 m/s og slydda eða rigning sunnanlands um hádegi, en vestanlands síðdegis. Dálítil él eða skúrir um landið norðaustanvert. Suðaustan 8-15 m/s á morgun og rigning með köflum, en dálítil slydda norðantil. Hlýnandi veður, hiti 0 til 6 stig eftir hádegi, mildast við suðurströndina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024