Þykknar upp síðdegis
Í nótt var norðvestan 8-13 m/s við austurströndina, annars yfirleitt hægviðri. Léttskýjað víða um land og hiti frá 3 stigum við austurströndina niður í 12 stiga frost á Húsafelli og á Haugi í Miðfirði.
Við Skotland er 989 mb lægð sem þokast NA, en 300 km SV af Hvarfi er víðáttumikil 947 mb lægð sem hreyfist hægt NNA.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Hægviðri og víða léttskýjað. Talsvert frost, einkum í innsveitum. Þykknar upp með vaxandi suðaustanátt S- og V-lands þegar líður á daginn, víða 10-15 m/s síðdegis og hiti á bilinu 0 til 5 stig. Mun hægari vindur á N- og A-landi, bjartviðri og 0 til 8 stiga frost.
Við Skotland er 989 mb lægð sem þokast NA, en 300 km SV af Hvarfi er víðáttumikil 947 mb lægð sem hreyfist hægt NNA.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Hægviðri og víða léttskýjað. Talsvert frost, einkum í innsveitum. Þykknar upp með vaxandi suðaustanátt S- og V-lands þegar líður á daginn, víða 10-15 m/s síðdegis og hiti á bilinu 0 til 5 stig. Mun hægari vindur á N- og A-landi, bjartviðri og 0 til 8 stiga frost.