Þykknar upp síðdegis
Í morgun kl. 6 var fremur hæg breytileg átt á landinu og víðast léttksýjað. Hiti 1 til 9 stig, svalast inn til landsins, en hlýjast við suðaustur- og austurströndina.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring: Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en fremur hæg suðvestanátt síðdegis. Þykknar heldur upp suðvestan- og vestanlands síðdegis og lítilsháttar súld í nótt. Hæg suðlæg átt, skýjað og smáskúrir vestantil á landinu á morgun, en hæg breytileg átt og víða bjartviðri austantil. Hiti 8 til 15 stig og hlýjast norðanlands. Heldur svalara í nótt og sums staðar næturfrost í innsveitum.
Veðurhorfur næsta sólarhring: Hægviðri og léttskýjað. Suðvestlæg átt 3-8 m/s síðdegis og þykknar heldur upp og sums staðar dálítil súld í nótt. Hiti 8 til 14 stig að deginum.