Þykknar upp síðdegis
Í morgun kl. 06 var austlæg átt, 3-7 m/s allra syðst, en annars hægviðri eða logn. Skýjað var á Vestfjörðum og lítilsháttar súld, en annars var léttskýjað um vestanvert landið. Austantil var skýjað að mestu og víða þoka. Hiti var 6 til 13 stig, hlýjast í Vestmannaeyjabæ.Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum og víða þokuloft. Gengur í austan 5-13 m/s með rigningu sunnantil á landinu síðdegis. Hægari vindur norðanlands og víða bjartviðri. Snýst í suðaustan 5-10 í nótt, fyrst sunnanlands. Dálítil rigning eða súld um sunnan- og vestanvert landið, en annars úrkomulítið. Styttir upp um tíma á morgun. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Norðurlandi.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Hægviðri þykknar smám saman upp. Austan 5-10 m/s og dálítil rigning síðdegis. Snýst í suðaustan 5-10 í nótt og dregur úr úrkomu. Hiti 14 til 19 stig að deginum.
Á laugardag: Suðaustan 5-10 m/s, en 8-13 m/s vestantil. rigning með köflum suðaustan og austantil, en annars skúrir. Hiti 13 til 20 stig.
Á sunnudag: Sunnan og suðaustan 5-8 m/s. Skúrir eða dálítil rigning, en skýjað með köflum og yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 12 til 18 stig.
Á mánudag: Suðlæg átt. Skýjað og rigning með köflum sunnan- og vestantil, en víða bjart veður um landið norðaustanvert. Hiti 12 til 18 stig.
Á þriðjudag og miðvikudag: Útlit fyrir Austlæga átt með rigningu. Áfram fremur hlýtt í veðri.
Fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum og víða þokuloft. Gengur í austan 5-13 m/s með rigningu sunnantil á landinu síðdegis. Hægari vindur norðanlands og víða bjartviðri. Snýst í suðaustan 5-10 í nótt, fyrst sunnanlands. Dálítil rigning eða súld um sunnan- og vestanvert landið, en annars úrkomulítið. Styttir upp um tíma á morgun. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Norðurlandi.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Hægviðri þykknar smám saman upp. Austan 5-10 m/s og dálítil rigning síðdegis. Snýst í suðaustan 5-10 í nótt og dregur úr úrkomu. Hiti 14 til 19 stig að deginum.
Á laugardag: Suðaustan 5-10 m/s, en 8-13 m/s vestantil. rigning með köflum suðaustan og austantil, en annars skúrir. Hiti 13 til 20 stig.
Á sunnudag: Sunnan og suðaustan 5-8 m/s. Skúrir eða dálítil rigning, en skýjað með köflum og yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 12 til 18 stig.
Á mánudag: Suðlæg átt. Skýjað og rigning með köflum sunnan- og vestantil, en víða bjart veður um landið norðaustanvert. Hiti 12 til 18 stig.
Á þriðjudag og miðvikudag: Útlit fyrir Austlæga átt með rigningu. Áfram fremur hlýtt í veðri.