Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þykknar upp og hvessir hressilega
Föstudagur 19. apríl 2013 kl. 09:33

Þykknar upp og hvessir hressilega

Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp við Faxaflóa, 13-20 m/s og rigning nálægt hádegi. Hlýnandi, hiti 3 til 8 stig síðdegis. Mun hægari og skúrir í kvöld.


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, allhvasst eða hvasst og rigning nálægt hádegi. Mun hægari og skúrir í kvöld. Hiti 1 til 7 stig.



Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag: 
Hæg norðlæg eða breytileg átt og yfirleitt bjartviðri, en dálítil él SA-lands og á annesjum fyrir norðan. Þykknar upp SV-lands um kvöldið. Hiti 1 til 6 stig að deginum, en næturfrost víðast hvar. 



Á mánudag:
 Suðaustan 10-15 m/s, en suðvestan 10-15 S-til. Víða rigning eða slydda, en él NA-lands. Hiti 0 til 5 stig. 



Á þriðjudag og miðvikudag:
 Austan- og norðaustanátt, dálítil snjókoma eða él og svalt í veðri. 



Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):
Útlit fyrir norðlæga átt með éljum víða um land, síst þó V-lands. Áfram svalt í veðri.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024