Þykknar upp og fer að rigna á morgun
Í morgun kl. 06 var norðaustanátt, víða gola eða kaldi, skýjað og dálítil væta við norður- og austurströndina. Hiti var frá 11 stigum á Neskaupsstað niður í 1 stigs frost á Húsafelli.
Yfirlit
300 km A af landinu er hægfara 1003 mb lægð, en 1025 mb hæð er yfir NA-Grænlandi. Um 1000 km S af Reykjanesi er heldur vaxandi 990 mb lægð á norðurleið.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hægt vaxandi norðaustanátt, allhvasst norðvestantil og suðaustanlands í kvöld en hægari annars staðar. Dálítil væta norðaustantil og einnig við suðurströndina í kvöld, annars skýjað en úrkomulítið. Stíf norðaustanátt á morgun og súld eða rigning. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast SV-lands.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn
Norðaustan 5-10 m/s, en 10-15 og dálítil rigning í nótt og á morgun. Hiti 8 til 15 stig.
Yfirlit
300 km A af landinu er hægfara 1003 mb lægð, en 1025 mb hæð er yfir NA-Grænlandi. Um 1000 km S af Reykjanesi er heldur vaxandi 990 mb lægð á norðurleið.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hægt vaxandi norðaustanátt, allhvasst norðvestantil og suðaustanlands í kvöld en hægari annars staðar. Dálítil væta norðaustantil og einnig við suðurströndina í kvöld, annars skýjað en úrkomulítið. Stíf norðaustanátt á morgun og súld eða rigning. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast SV-lands.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn
Norðaustan 5-10 m/s, en 10-15 og dálítil rigning í nótt og á morgun. Hiti 8 til 15 stig.