Þykknar upp kringum hádegi
Norðlæg átt, 5-13 m/s. Dálítil él á norðanverðu landinu, en léttskýjað S- og SA-lands. Frost 0 til 8 stig. Hægviðri og víða léttskýjað með morgninum, síðan vaxandi sunnan- og suðvestanátt, 10-18 m/s NV-lands síðdegis, en hægari vindur annars staðar. Dálítil rigning eða slydda um landið vestanvert, en þykknar upp A-lands seint í dag og þar hlánar einnig Í kvöld.
Faxaflói
Minnkandi norðvestanátt og léttskýjað í nótt. Frost 0 til 5 stig. Snýst í sunnanátt á morgun, 8-13 m/s um hádegi, dálítil rigning og hiti 1 til 7 stig, en vestlægari undir kvöld.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðan 5-10 og léttskýjað. Vægt frost. Þykknar upp kringum hádegi, sunnan 8-13 síðdegis, dálítil rigning og hiti 1 til 5 stig. Vestlægari og skúrir seint Í kvöld.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðvestan og vestan 10-20 m/s, hvassast norðvestanlands og smáskúrir eða él, en þurrt á SA- og A-landi. Hiti 0 til 7 stig.
Á miðvikudag:
Breytileg og síðar norðlæg og víða él fyrir norðan, en slydda eða snjókoma um tíma syðst. Kólnar talsvert.
Á fimmtudag og föstudag:
Ákveðin norðanátt og snjókoma eða él, en þurrt og bjart veður S-lands. Frost 1 til 10 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Áfram útlit fyrir norðlæga átt og kalt veður.