Þykknar upp í kvöld
Klukkan 6 voru vestan 5-10 m/s allra nyrst á landinu, en annars hægviðri. Skýjað vestantil og sums stðar á annesjkum norðantil, en annrs léttskýjað. Hiti 1 til 11 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestan 3-5 m/s og bjart með köflum. Þykknar upp í kvöld. Suðlæg átt 3-8 m/s seint í nótt og á morgun og dálítil súld. Hiti 7 til 13 stig.