Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þykknar upp í dag
Sunnudagur 19. október 2008 kl. 09:54

Þykknar upp í dag

Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Vaxandi norðaustanátt og þykknar upp, 10-15 og stöku él með kvöldinu, en norðan 15-20 og léttir til á morgun. Hiti 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:
Norðvestan 15-20 m/s úti við A-ströndina, annars 8-13, en mun hægari vestantil. Lægir seinni partinn. Snjókoma og síðan él NA-lands, en annars léttskýjað. Frost 0 til 10 stig, mest inn til landsins, en hiti kringum frostmark á SV-landi.

Á miðvikudag:
Austlæg átt, 5-13 m/s og dálítil snjókoma S- og V-lands, él á annesjum fyrir norðan, en bjart NA-til. Gengur í norðan 10-15 með snjókomu N-lands með kvöldinu. Talsvert frost, einkum N- og A-til.

Á fimmtudag og föstudag:
Norðan strekkingur með snjókomu eða slyddu, en hvassari á annesjum fyrir norðan. Úrkomulítið og bjart veður með köflum S- og SV-lands. Dregur heldur úr frosti.

Á laugardag:
Líkur á austanátt með snjókomu S- og V-lands, en annars úrkomulítið. Kalt í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024