Þykknar upp á sunnudag
Veðurspáin gerir ráð fyrir áframhaldandi heiðríkju næstu daga. Á sunnudag líklegt að vindur snúist til suðaustanáttar og þá þykkni upp. Veðurspáin fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn er svohljóðandi: Norðaustan 5-10, en hægari í kvöld. Hæg austlæg eða breytileg átt á morgun. Léttskýjað og hiti 8 til 17 stig að deginum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðaustan 5-8, en hægari í kvöld. Hæg austlæg eða breytileg átt á morgun. Léttskýjað og hiti 10 til 15 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað og smáskúrir NA-lands og syðst á landinu, en annars bjartviðri og líkur á síðdegisskúrum SV-lands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á SV-landi.
Á laugardag og sunnudag:
Hæglætisveður, skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis. Hiti víða 8 til 16 stig, hlýjast inn til landsins.
Á mánudag:
Stíf suðaustlæg átt með rigningu S- og V-lands, en bjartviðri NA-lands. Áfram fremur milt.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir suðlægar áttir með vætu og mildu veðri.
--
Ljósmynd/elg – Kvöldbirtan er falleg á vorin þegar jökulinn ber við loft. Þessi mynd er tekin á Garðskaga.