Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þykkan reykjarmökk lagði yfir Reykjanesbæ
Þriðjudagur 23. september 2003 kl. 15:26

Þykkan reykjarmökk lagði yfir Reykjanesbæ

Þykkan svartan reykjarmökk lagði yfir byggðina í Njarðvík og Keflavík nú um kl. 15. Fjölmargir töldu að um stórbruna væri að ræða en reykurinn steig til himins við iðnaðarsvæðið við Fitjabraut í Njarðvík. Hins vegar hafði eldur verið borinn að ruslahaug á svæðinu þar sem voru meðal annars bílhræ. Svarti reykurinn var af bruna í hjólbörðum. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað til og er nú verið að slökkva eldinn.

Ruslahaugurinn er að mestu járnarusl sem safnað var saman í hreinsunarátaki í Reykjanesbæ á síðustu dögunum fyrir ljósanótt.

 

Myndin: Frá slökkvistarfi í ruslahaugnum nú áðan. VF-mynd: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024