Þýfi finnst í fiskverkunarhúsi
Ábending barst lögreglunni í Keflavík frá ónefndum aðila um að þýfi væri að finna í gömlu fiskverkunarhúsi í Njarðvík. Í framhaldi fundust á staðnum munir sem ætla má að séu þýfi m.a. innrétting úr fellihýsi sem stolið var í Kúagerði í sumar. Einn maður er í haldi lögreglu vegna másins, en rannsókn er á frumstigi.