Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 24. desember 2001 kl. 00:43

Þúsundir í miðbæ Keflavíkur á Þorláksmessukvöldi

Þúsundir gesta hafa verið í miðbæ Keflavíkur í allt kvöld í rífandi Þorláksmessustemmningu. Jólaverslunin hefur verið framar vonum og allir brosandi og glaðir í bænum. Jólasveinar hafa verið á ferli og tónlistarflutningur í öllum hornum.Verslunin í dag og kvöld hefur verið mjög mikil og Hafnargatan full af fólki og erfitt fyrir blikkbeljur að komast á bása. Þeir kaupmenn sem Víkurfréttir höfðu tal af voru mjög ánægðir með viðskiptin og mannlífið en mikil hefð er á að fólk safnist niður í bæ á Þorláksmessukvöld. Margir eru í innkaupum en aðrir að stinga saman nefjum og ræða málin við gesti og gangandi. Þarna var fólk á öllum aldri og allt fór vel fram.

Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi í miðbæ Keflavíkur í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024