Þúsundir á „innihátíð“ í Reykjaneshöllinni
Þúsundir bæjarbúa Reykjanesbæjar mættu á „innihátíð“ í Reykjaneshöllinni í kvöld, þar sem veðurguðirnir komu í veg fyrir „útihátið“ við Tjarnargötutorg í Keflavík. Fólk á öllum aldri mætti í höllina til að njóta tónlistar og skemmtunar af ýmsau tagi.Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, hljómsveitin Rými, Edda Björgvinsdóttir, Tópaz og Á móti sól skemmtu bæjarbúum en gert er ráð fyrir að skemmtuninni ljúki nú á miðnætti.
Fleiri myndir frá hátíðarhöldum 17. júní á Suðurnesjum birtast á vef Víkurfrétta á morgun, þriðjudag.
Fleiri myndir frá hátíðarhöldum 17. júní á Suðurnesjum birtast á vef Víkurfrétta á morgun, þriðjudag.