Þúsundir á fjölskylduhátíð í Grindavík
Þúsundir fólks á öllum aldri skemmta sér á fjölskyldu- og sjómannahátíðinni Sjóarinn síkáti, sem nú fer fram í flottu veðri í Grindavík. Dagskráin hefur verið stíluð inn á bæði börn og fullorðna og að allir finni eitthvað við sitt hæfi.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Grindavík í dag. Efsta myndin er frá sýningu brúðubílsins þar sem börin hópuðust saman.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Kraftajötnar sýndu hvað í þeim býr!
Sirkusfólk sprellaði fyrir gesti...
... og börn og fullorðnir fengu að prófa reykköfun hjá Slökkviliði Grindavíkur.
Án efa mikil átök hér á ferð...
... á meðan aðrir snérust hring eftir hring eða var skotið upp í loft eftir turninum á myndinni.