Þúsundasti íbúi Vatnsleysustrandarhrepps heiðraður
Vatnsleysustrandarhreppur heiðraði í dag sinn þúsundasta íbúa, en það er hin mánaðargamla Alexandra Líf Ingþórsdóttir.
Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri, kom færandi hendi og afhenti foreldrum Alexöndru, þeim Rósu Sigurjónsdóttur og Ingþóri Guðmundssyni góðar gjafir, m.a. körfu með jólamat og drykk.
Jóhanna sagði við þetta tækifæri að átakið Vogar færast í vöxt væri enn að skila fleiri og fleiri íbúum og nú væru hreppsyfirvöld búin að senda umsókn um bæjarréttindi. Þegar erindið fær afgreiðslu í félagsmálaráðuneyti mun bærinn hér eftir heita Sveitarfélagið Vogar.
VF-mynd/ÞorgilsJóhanna ásamt Alexöndru og fjölskyldu.
Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri, kom færandi hendi og afhenti foreldrum Alexöndru, þeim Rósu Sigurjónsdóttur og Ingþóri Guðmundssyni góðar gjafir, m.a. körfu með jólamat og drykk.
Jóhanna sagði við þetta tækifæri að átakið Vogar færast í vöxt væri enn að skila fleiri og fleiri íbúum og nú væru hreppsyfirvöld búin að senda umsókn um bæjarréttindi. Þegar erindið fær afgreiðslu í félagsmálaráðuneyti mun bærinn hér eftir heita Sveitarfélagið Vogar.
VF-mynd/ÞorgilsJóhanna ásamt Alexöndru og fjölskyldu.