Þúsund ufsatonnum fagnað með rjómatertu
Áhöfnin á Erling KE fagnaði því í morgun að hafa landað eitt þúsund ufsatonnum á vetrarvertíðinni. Þar sem þorskkvótinn er af skornum skammti og alls ekki í samræmi við getu og vilja, hafa menn sótt í aðrar tegundir eins og ufsann og gengið vel. Erling KE trónir nú langefstur á aflalista aflafrétta.com yfir netabátana en hann hefur verið að fá þetta 60 -70 tonn í róðri.
Ef því ufsamagni sem báturinn hefur landað er deilt með meðalþyngd lætur nærri að báturinn hafi veitt einn ufsa á hvert mannbarn í landinu.
Raggi bakari sendi strákunum tvær ljúffengar rjómatertur af þessu tilefni og var þeim sporðrennt með bestu lyst eftir löndun í morgun.
Meira í næstu Víkurfréttum.
VFmyndir/elg