Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þúsund tonna kvóti í Garðinn með Kópi BA
Þriðjudagur 20. október 2015 kl. 13:24

Þúsund tonna kvóti í Garðinn með Kópi BA

- Óvíst hvort eða hvenær skipið fer til veiða

Nesfiskur í Garði er að festa kaup á skipinu Kópi BA frá Tálknafirði með aflaheimildum upp á rúmlega þúsund tonn. Skipið kaupir Nesfiskur af fyrirtækinu Þórsbergi. Að sögn Bergþórs Baldvinssonar, framkvæmdastjóra Nesfisks, verður skipið að öllu óbreyttu afhent í næsta mánuði. „Ekki er þó ákveðið hvort eða hvenær Kópur fer til veiða. Við erum með marga báta og eigum eftir að hugsa það hvernig Kópur nýtist okkur,“ segir hann.
 
Nesfiskur greiddi að hluta til fyrir kaupin með krókaaflamarki. Bergþór segir að kaupin muni ekki hafa í för með sér mikla fjölgun starfsmanna Nesfisks en að hún verði þó einhver. 
 
Á vef Stundarinnar kemur fram að Kópur BA sé stærsta eign fyrirtækisins Þórsbergs á Tálknafirði og að eigendur þess hafi að undanförnu átt í viðræðum við ýmsa um kaup á fiskiskipinu. Þar kemur einnig fram að fyrirtækið hafi glímt við taprekstur undanfarin ár.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024