Þúsund fleiri farþegar í febrúar
84 þúsund flugfarþegar fóru um Flugstöð Leifs Eríkssonar í febrúar síðastliðnum og er það fjölgun 1,7% miðað við sama tíma í fyrra, eða úr 83 þúsund farþegum í 84 þúsund. Farþegum til og frá Íslandi fjölgaði um 3% milli ára, en farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fækkaði um tæplega 7%, að því er fram kemur á heimasíðu Keflavíkurflugvallar.