Þurrka hausa og hryggi frá Bretlandi í Garðinum
Nesfiskur hf. hefur flutt inn frysta þorskhausa og hryggi frá Bretlandi til vinnslu í þurrkhúsi fyrirtækisins í Garði. Í haust voru flutt inn 800 tonn af hausum og hryggjum og í vor er ráðgert að flytja inn allt að 400 tonn af þessum afurðum til viðbótar.Fiskifréttir greina frá þessu í nýjasta tölublaði sínu. Þar kemur fram að allir hausar og hryggir frá eigin landvinnslu eru unnir hjá þurrkhúsi fyrirtækisins í Garði. „Við höfum ekki efni á að láta neitt fara til spillis, auk þess sem þessi starfsemi skapar atvinnu og verðmæti fyrir þjóðarbúið,“ segir Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri Nesfisks í samtali við blaðið.
Innflutta hráefnið er fyrst og fremst hugsað til að eiga hráefni á lager þegar innlenda landvinnslan er í karfa og öðrum aukaafurðum sem henta ekki til þurrkunar.
Bergþór kvaðst í samtali við Fiskifréttir ekki geta gefið upp verð á innflutta hráefninu en hann sagði að þeir fengju um 260 kr. á kíló fyrir herta þorskhausa á Nígeríumarkaði og um 150 kr. á kíló fengjust fyrir þurrkaða hryggi.
Innflutta hráefnið er fyrst og fremst hugsað til að eiga hráefni á lager þegar innlenda landvinnslan er í karfa og öðrum aukaafurðum sem henta ekki til þurrkunar.
Bergþór kvaðst í samtali við Fiskifréttir ekki geta gefið upp verð á innflutta hráefninu en hann sagði að þeir fengju um 260 kr. á kíló fyrir herta þorskhausa á Nígeríumarkaði og um 150 kr. á kíló fengjust fyrir þurrkaða hryggi.