Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þurfum aukna raforku inn á svæðið
Fimmtudagur 16. september 2021 kl. 12:30

Þurfum aukna raforku inn á svæðið

„Við þurfum að fá aukna raforku inn á svæðið en þetta snýst ekki síður snýst um afhendaröryggi raforkunnar því við erum í vanda stödd ef Suðurnesjalína 1 bilar. Það er mikið um fyrirspurnir frá mörgum aðilum sem þurfa raforku.  Alþjóðaflugvöllurinn er að stækka, gagnaver og margt fleira en málin hljóta að leysast, það er mikilvægt,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Á síðustu misserum hefur Landsnet fundið fyrir auknum áhuga nýrra notenda á að tengjast flutningskerfinu. Drifkraftar á borð við alþjóðlega áherslu á loftslagsmál, endurnýjanlega orkugjafa, breyttar áherslur í matvælaframleiðslu sem og í samgöngum leiða til þess að enn fjölbreyttari iðnaður og framleiðslutækni hafa áhuga á að hefja rekstur á Íslandi.

„Ljóst er að áhugi og áform fyrirtækja að tengjast raforkuflutningskerfinu á árinu 2021 verður mun meiri en undanfarin ár og athygli vekur að áform fyrirtækja drógust ekki saman þrátt fyrir heimsfaraldur og að um 25% af fyrirspurnum tengjast Reykjanesi,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets, í samtali við Víkurfréttir. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á síðustu misserum hefur Landsnet fundið fyrir auknum áhuga nýrra notenda á að tengjast flutningskerfinu. Drifkraftar á borð við alþjóðlega áherslu á loftslagsmál, endurnýjanlega orkugjafa, breyttar áherslur í matvælaframleiðslu sem og í samgöngum leiða til þess að enn fjölbreyttari iðnaður og framleiðslutækni hafa áhuga á að hefja rekstur á Íslandi.

„Ljóst er að áhugi og áform fyrirtækja að tengjast raforkuflutningskerfinu á árinu 2021 verður mun meiri en undanfarin ár og athygli vekur að áform fyrirtækja drógust ekki saman þrátt fyrir heimsfaraldur og að um 25% af fyrirspurnum tengjast Reykjanesi,“ segir Steinunn.

Takmarkaðir vaxtarmöguleikar á Suðurnesjum

Mikill áhugi aðila er fyrir því að setja niður margskonar orkukrefjandi rekstur á Reykjanesinu, m.a. gagnaver, matvælaframleiðslu og iðnað tengdan orkuskiptum, t.d. vetnisframleiðsla. „Markaðs­umhverfi raforku á Íslandi hefur verið að breytast og eru fyrirséðar áframhaldandi breytingar á næstu árum miðað við þann áhuga sem við höfum fundið fyrir. Staðan er hins vegar sú að afhendingargeta á svæðinu er takmörkuð og eftirspurnin orðin langt umfram núverandi getu raforkukerfisins á svæðinu. Þar skiptir öllu að áform um byggingu Suðurnesjalínu 2 hafa ekki gengið eftir. Það er því ljóst að við núverandi aðstæður verða einungis til glötuð tækifæri fyrir Reykjanesið og aðilar farnir að skoða tengimöguleika á öðrum stöðum á landinu eða í öðrum löndum,“ segir Steinunn.

„Vonandi að hægt verði að halda áfram með Suðurnesjalínu 2“

Suðurnesjalína 2 er ein mikilvægasta framkvæmdin í raforkukerfinu og á hún að tryggja raforkuöryggi íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum. Stjórnvöld hafa sett landshlutann í forgang við uppbyggingu flutningskerfisins enda öryggi raforkukerfisins á svæðinu ábótavant og mikilvægt að bæta þar úr sem fyrst.

„Við hjá Landsneti vísuðum ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir sömu framkvæmd. Landsnet byggir kæru sína á því að öll skilyrði laga fyrir veitingu framkvæmdaleyfis hafi verið uppfyllt og því sé höfnun Voga ólögmæt auk þess sem hún vekur upp mörg álitamál sem nauðsynlegt er að fá skorið úr um. 

Við eigum von á niðurstöðu frá nefndinni núna á næstu dögum og vonandi verður hægt að fá niðurstöðu í málið og hægt verði að halda áfram með Suðurnesjalínu 2, framkvæmd sem er mikilvæg til að tryggja raforkuöryggi íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum og hafa stjórnvöld sett svæðið í forgang við uppbyggingu flutningskerfisins enda öryggi raforkukerfisins á svæðinu ábótavant og mikilvægt að bæta þar úr sem fyrst,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.