Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur
Mánudagur 7. maí 2012 kl. 10:35

Þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur

„Ég hef trú á því að þeir sem séu að sækjast eftir vinnu í sumar að þeir þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra við RÚV í gærkvöldi vegna umræðu um 70 ungmenni sem ekki hafa náð 18 ára aldri og höfðu fengið vinnu hjá fyrirtækjum á haftasvæðum Keflavíkurflugvallar. Fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli sem höfðu ráðið sjötíu sautján ára unglinga af Suðurnesjunum í vinnu í sumar létu þá vita á fimmtudaginn að þeim væri ekki heimilt að fá börnin í vinnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ríkislögreglustjóri hefur sagt að hann megi ekki bakgrunnsskoða ungmenni yngri en 18 ára. Bakgrunnsskoðun eru liður í reglum sem er ætlað að stuðla að auknu flugöryggi. Í framhaldi af þessu leituðu foreldrar til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra með málið.


Úrskurðar í málinu er að vænta í dag „og ég hef trú á því að þeir sem séu að sækjast eftir vinnu í sumar að þeir þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur,“ segir Ögmundur.


Þannig að það sé í rauninni heimilt að gera þessa bakgrunnsskoðun? „Við lítum svo á að það eigi ekkert að standa í vegi fyrir því hvað svo sem síðar verður varðandi löggjöf um þessi efni. Við höfum fengið ábendingar frá ríkislögreglustjóra hvað það varðar og við munum taka það til athugunar en eins og sakir standa þá á þetta ekki að standa í vegi hvað varðar sumarið í sumar,“ segir Ögmundur.