Þurfa 30 áhugasama um ADSL í Sandgerði
Þeir Sandgerðingar sem hafa hug á að sækja um ADSL tengingu eru vinsamlegast beðnir að sækja um tengingu á bæjarskrifstofum Sandgerðisbæjar sem fyrst. Það þarf lágmark 30 umsóknir til að ADSL tenging komi til Sandgerðis. Enn vantar nokkuð uppá að sá fjöldi náist og þurfa því tölvuáhugamenn að bregðast skjótt við, segir í tilkynningu frá Sandgerðisbæ.