Þungfært á Reykjanesbraut
Á Reykjanesbraut gengur á með dimmum éljum og þar er ekki gott ferðaveður. Talsverð vandræði voru á brautinni í morgun þegar umferð stöðvaðist við þrengingarnar sem þar eru vegna vegaframkvæmdanna. Um síðir tókst að losa stífluna með hjálp björgunarsveita og lögreglu. Nokkuð hefur verið um fasta bíla hér og þar innanbæjar.
Á meðfylgjandi korti af vef Vegagerðarnnar kemur fram að krap og snjór er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi og þæfingur á vegunum til Garðs og Sandgerðis.
Skafrenningur er á öllum leiðum.
Á meðfylgjandi korti af vef Vegagerðarnnar kemur fram að krap og snjór er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi og þæfingur á vegunum til Garðs og Sandgerðis.
Skafrenningur er á öllum leiðum.