Þungbúið með vætu
Búast má við heldur þungbúnu veðri með einhverri vætu um helgina við Faxaflóann. Á mánudag fer að létta til og von er á björtu veðri upp frá því.
Í dag er gert ráð fyrir sunnan 5-10 m/s og rigningu framan af degi en hægari og styttir smám saman upp síðdegis. Aftur rigning á morgun. Hiti 12 til 18 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Sunnan 5-10 m/s og rigning, en hægari og styttir upp eftir hádegi. Aftur dálítil væta á morgun. Hiti 12 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á sunnudag:
Sunnanátt, 5-10 m/s og rigning, en skýjað með köflum og úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Hiti víða 12 til 19 stig, en allt að 25 stigum á NA-landi.
Á mánudag:
Suðvestlæg átt og rigning í fyrstu, en síðan skúrir víðast hvar á landinu. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast A-lands.
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Norðlæg átt og rigning eða súld með köflum N- og A-lands, en annars þurrt að kalla. Kólnar í veðri, einkum fyrir norðan.