Þung skref starfsmanna Varnarliðsins á skrifstofu starfsmannahalds
Allir íslenskir starfsmenn Varnarliðsins, 592 talsins, fá afhent uppsagnarbréf sín í dag. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar starfsmenn gengu í afgreiðslu starfsmannahalds Varnarliðsins í morgun til að sækja uppsagnarbréf sín. Heimildarmaður Víkurfrétta sagði þau skref hafa verið mörgum þung.
Starfsmenn Varnarliðsins geta sótt uppsagnarbréf sín í dag til kl. 15, en ósótt bréf verða sett í póst í lok dags.
Sjö verkalýðsfélög ætla í samstarfi við Reykjanesbæ að bjóða þeim upp á margvíslega aðstoð í atvinnuleit.
Verkalýðsfélögin sjö, Reykjanesbær og Mannafl ætla að opna þjónustumiðstöð fyrir þá sem sagt verður upp. Auk ráðningaþjónustu og námskeið í gerð ferilskrár, verður boðið upp á áfallahjálp og aðstoð hjá vinnusálfræðingi.
Víkurfréttamynd: Við skrifstofu starfsmannahalds Varnarliðsins í morgun.
Starfsmenn Varnarliðsins geta sótt uppsagnarbréf sín í dag til kl. 15, en ósótt bréf verða sett í póst í lok dags.
Sjö verkalýðsfélög ætla í samstarfi við Reykjanesbæ að bjóða þeim upp á margvíslega aðstoð í atvinnuleit.
Verkalýðsfélögin sjö, Reykjanesbær og Mannafl ætla að opna þjónustumiðstöð fyrir þá sem sagt verður upp. Auk ráðningaþjónustu og námskeið í gerð ferilskrár, verður boðið upp á áfallahjálp og aðstoð hjá vinnusálfræðingi.
Víkurfréttamynd: Við skrifstofu starfsmannahalds Varnarliðsins í morgun.