Þung færð á Sandgerðisvegi í morgun

Nokkuð þung færð var á Sandgerðisvegi í morgun en mikið snjóaði á Suðurnesjum í nótt. Nú er unnið allan sólarhringinn við snjómokstur og ættu allar leiðir á Suðurnesjum að vera greiðfærar en víða er nokkuð hált.
Meðfylgjandi myndir eru úr vefmyndavélum Vegagerðarinnar á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut. Svo skemmtilega vildi til að þegar myndirnar voru sóttar í morgun mátti sjá snjómoksturstæki að störfum á þeim báðum.




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				