Þú græðir ekkert á hraðakstri!
Steinþór Jónsson og félagar í Reykjanesbrautarhópnum afhjúpuðu síðdegis nýtt umferðarskilti við Reykjanesbraut sem sýnir „svart á hvítu“ að það ökumenn græða ekkert á hraðakstri.Vegagerðin setti niður skilti við Reykjanesbraut á tveimur stöðum þar sem sýndur er samanburður á þeim tíma sem tekur að aka brautina á 90 km. hraða, 100 km. hraða og 110 km. hraða. Skiltið er sett niður fyrir frumkvæði Reykjanesbrautarhópsins en það var fyrirtækið Merking sem gaf skiltin, sem eru endurunnin umferðarskilti.
Við þetta tækifæri var fyrstu vegfarendunum sem óku framhjá færð blóm og bílabæn. Þar voru á ferð ferðalangar nýkomnir frá París.
Við þetta tækifæri var fyrstu vegfarendunum sem óku framhjá færð blóm og bílabæn. Þar voru á ferð ferðalangar nýkomnir frá París.