Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þróunaráætlun Kadeco  tilnefnd til breskra verðlauna
Miðvikudagur 22. júní 2022 kl. 09:58

Þróunaráætlun Kadeco tilnefnd til breskra verðlauna

Þróunaráætlun Kadeco  tilnefnd til breskra verðlauna

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samkeppnisútboð Kadeco um þróunaráætlun fyrir svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll er eitt þeirra verkefna sem tilnefnd eru til bresku verðlaunanna The Lawyer Awards 2022, sem afhent verða þann 12. júlí næstkomandi. Samkeppnisútboðið er tilnefnt í flokki verkefna sem snúa að orkumálum og innviðauppbyggingu. Breska lögfræðistofan Bird & Bird hafði umsjón með útboðinu og hlýtur tilnefningu til verðlaunanna fyrir þá vinnu. 

 

„Það var ákaflega ánægjulegt að vinna með Kadeco að þessu frábæra verkefni, sem er ekki aðeins mikilvægt fyrir Ísland heldur einnig í alþjóðlegu samhengi,“ segir Stuart Cairns, lögfræðingur og meðeigandi hjá Bird & Bird. „Í fyrra hlotnaðist okkur sá heiður að vinna til þessara sömu verðlauna fyrir aðkomu okkar að öðru stóru innviðaverkefni á Íslandi og við erum stolt af því að hljóta einnig tilnefningu í ár fyrir vinnu okkar með Kadeco við samkeppnisútboðið. Við hlökkum til að sjá verkefnið þróast áfram og þessa spennandi þróunaráætlun verða að veruleika á komandi mánuðum og árum.“

Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco, segir gríðarlega mikilvægt að rétt og vel sé staðið að útboðsferli á verkefni af þessari stærðargráðu til að besta mögulega niðurstaða fáist. „Við erum virkilega ánægð með að hafa fengið Bird & Bird til liðs við okkur, en þau hafa mikla sérþekkingu og reynslu af sambærilegum verkefnum. Samkeppnisútboðið heppnaðist einstaklega vel, við vorum með frábært samstarfsfólk með okkur í öllu ferlinu og fundum fyrir miklum áhuga og meðbyr allt frá upphafi.“

Samkeppnisútboð Kadeco var auglýst á útboðsvef evrópska efnahagssvæðisins í maí 2021 og voru niðurstöður þess kynntar í desember sama ár. Alls sóttust 25 fyrirtæki víða að úr heiminum eftir að taka þátt í forvali, mörg þeirra í fremstu röð með mikla reynslu af vinnu við stór þróunar- og skipulagsverkefni. Að lokum varð fyrir valinu tillaga alþjóðlegu skipulags- og hönnunarstofunnar KCAP, unnin í samstarfi við fleiri íslensk og erlend fyrirtæki. Kadeco vinnur nú áfram með KCAP að gerð þróunaráætlunar. Lesa má nánar um samkeppnina og lokatillögur hér og nánar um verðlaunin og þau fyrirtæki sem eru tilnefnd til þeirra í ár hér.

Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco.