Þröstur ráðinn framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar
Þröstur Valmundsson Söring hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar en hann hefur starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri sviðsins síðan í apríl sl. Þröstur er tæknifræðingur að mennt með sérhæfingu í hönnun flugvalla. Hann hefur yfirgripsmikla þekking á öllu laga- og regluumhverfi flugvalla og í sínum fyrri störfum hjá Flugmálastjórn Íslands var hann m.a. í eftirlitshlutverki gagnvart rekstri íslenskra flugvalla.
Þröstur hefur reynslu af gæðakerfum, hefur komið að gerð gæðahandbóka og verklagsreglna, unnið að samræmingu öryggismála á vinnustað og verið í samskiptum við skipulagsyfirvöld, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur hann reynslu af erlendu samstarfi á sviði öryggismála á flugvöllum og við rýni Evrópureglugerðar um flugvelli.
Þröstur er búsettur í Reykjanesbæ og á 5 börn.