Þröngt á þingi í FS þrátt fyrir endurbætur
Í dag voru stundatöflur fyrir haustönn afhentar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Í vetur verður fjöldi nemenda í dagskóla svipaður og í fyrra eða um 700 manns. Ekki liggur fyrir fjöldi nemenda í öldungadeild þar sem innritun fer ekki fram fyrr en í lok vikunnar. Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari FS sagði í samtali við Víkurfréttir að árgangurinn sem nú kæmi upp úr grunnskólanum væri síðasti litli árgangurinn upp úr grunnskólanum en á næsta ári myndi nýnemum fjölga aftur og verða þannig næstu árin.Aðspurður hvernig skipting milli námsbrauta væri sagði Ólafur að aðsókn á einstakar brautir sveiflast gjarnan milli ára auk þess sem einstök fög nytu sérstakra vinsælda án þess þó að hægt væri að skýra það á einfaldan hátt. „Af verknámsbrautum virðist rafmagnið njóta sérstakra vinsælda núna og ætlum við því að taka inn tvo hópa nýnema í haust en af bóknámsbrautum virðist Náttúrufræðabrautin hafa vinninginn að þessu sinni. Kennsla í netagerð verður að mestu í fjarkennslu, en mikið þróunarstarf hefur verið unnið í faggreinum brautarinnar undanfarin ár með þetta í huga. Ekki virðist málmurinn heilla nemendur þetta árið en vélstjórnin hefur aftur náð sér á strik eftir nokkra lægð. Þess má til gamans geta að kennari í vélstjórn frá Malawi verður hjá okkur í þjálfun í haust á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og eigum við von á öðrum á sviði veiðarfæragerðar næsta haust. Þetta, auk samningsins við Sjávarútvegsdeild háskóla Sameinuðu þjóðanna er enn eitt merki um það mikla þróunarstarf sem fer fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á sviði sjávarútvegsgreina“, sagði Ólafur.
Eru einhver fleiri þróunarverkefni í gangi?
„Já, það verða ýmis verkefni í gangi í vetur, m.a. má nefna sérstakt átak í umsjón sem fjármagnað er með styrk frá ráðuneytinu“.
Hvernig hefur gengið að manna skólann?
„Það hefur gengið mjög vel en yfir 40 umsóknir bárust um kennarastöðu við skólann. Fjórir starfsmenn verða í árs leyfi í vetur, en alls verða tíu nýir kennarar við skólann í haust“.
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á skólanum í sumar og er framkvæmdum um það bil að ljúka. Nýtt bruna og öryggiskerfi er komið í notkun og endurbætur á anddyri og annarri hæð elsta hlutans mun gera skólann bæði öruggari og í alla staði vistlegri. Að sögn Ólafs mun enn verða þröngt í skólaum þrátt fyrir endurbætur og stefnir í öngþveiti á næstu árum. „Sem betur fer náðist samkomulag í vor við Menntamálaráðuneytið um stærð viðbyggingar og vonast er til að gengið verði endanlega frá samningi um stækkun skólans nú á haustdögum“, sagði Ólafur að lokum sem var annars mjög jákvæður á komandi vetur í skólanum.
Eru einhver fleiri þróunarverkefni í gangi?
„Já, það verða ýmis verkefni í gangi í vetur, m.a. má nefna sérstakt átak í umsjón sem fjármagnað er með styrk frá ráðuneytinu“.
Hvernig hefur gengið að manna skólann?
„Það hefur gengið mjög vel en yfir 40 umsóknir bárust um kennarastöðu við skólann. Fjórir starfsmenn verða í árs leyfi í vetur, en alls verða tíu nýir kennarar við skólann í haust“.
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á skólanum í sumar og er framkvæmdum um það bil að ljúka. Nýtt bruna og öryggiskerfi er komið í notkun og endurbætur á anddyri og annarri hæð elsta hlutans mun gera skólann bæði öruggari og í alla staði vistlegri. Að sögn Ólafs mun enn verða þröngt í skólaum þrátt fyrir endurbætur og stefnir í öngþveiti á næstu árum. „Sem betur fer náðist samkomulag í vor við Menntamálaráðuneytið um stærð viðbyggingar og vonast er til að gengið verði endanlega frá samningi um stækkun skólans nú á haustdögum“, sagði Ólafur að lokum sem var annars mjög jákvæður á komandi vetur í skólanum.