Þrjú umferðaróhöpp í Reykjanesbæ síðustu tvo tímana vegna sólar
Ekið var á kyrrstæðann bíl við Keflavíkurkirkju og rak ökumaður höfuðið í framrúðuna og slapp með kúlu á enninu. Bíllinn var á lítilli ferð og ber ökumaður því við að hann hafi ekkert séð vegna sólarljóss sem blindaði hann. Annar árekstur varð á gatnamótum Aðalgötu og Hringbrautar, þar fór ökumaður yfir á rauðu ljósi og segist sá einnig hafa verið blindaður af sólinni. Í þeim árekstri var annar ökumanna fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík og reyndist hann hafa hlotið hálshnikk og vera tognaður á annarri hendinni. Að síðustu var minniháttar árekstur á Norðfjörðsgötu og brotnað þar eitt ljós á öðrum bílnum. Jón Þór Karlson, aðstoðarvarðstjóri hjá lögreglunni í Keflavík, segir áríðarndi að fólk þrífi rúðurnar og sé með þær hreinar í svona veðurfari, einnig er hægt að koma í veg fyrir slys með því að nota sólgleraugu.