Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrjú umferðaróhöpp á Suðurnesjum í dag
Mánudagur 21. maí 2007 kl. 01:02

Þrjú umferðaróhöpp á Suðurnesjum í dag

Þrjú umferðaróhöpp urðu í dag þar sem einn fór til skoðunar hjá lækni. Í einu umferðaróhappinu er ökumaður grunaður um ölvun við akstur.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, sá er hraðast ók mældist á 126 km/klst þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

 

Mynd: Þessi ljósastaur á mótum Reykjanesbrautar og Hafnavegar hefur hlotið vænan "koss" eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í ljósaskiptunum í kvöld. Lögreglubíll ekur hjá og varðskip er skammt undan. Það var þó ekki kallað til útaf klessta staurnum... Ljósmynd: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024