Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Þrjú tonn af teikningum
Aðeins hluti teikninganna.
Þriðjudagur 21. apríl 2015 kl. 08:45

Þrjú tonn af teikningum

- sem fylgja byggingu nýs hótels við Bláa Lónið.

Framkvæmdir við nýtt 5 stjörnu lúxushótel Bláa lónsins eru nú komnar á fullt skrið en stefnt er að opnun hótelsins vorið 2017. Eins og Víkurfréttir hafa greint frá verða alls 60 herbergi á hótelinu og mannvirki Bláa lónsins tvöfaldast að stærð við þessar framkvæmdir. 

Að baki jafn stórri framkvæmd og þessari liggja að sjálfsögðu fjölmargar teikningar en fulltrúi Bláa lónsins skilaði þeim inn á skrifstofu byggingarfulltrúa Grindavíkurbæjar, Sigmars Árnasonar, í gær. Nú bíður hans ærið verkefni að fara yfir allar teikningarnar, skanna þær og skrá til varðveislu hjá Grindavíkurbæ. Um þetta er fjallað á vef Grindavíkurbæjar. 

Public deli
Public deli

Byggingarfulltrúa til varnar er vert að taka fram að teikningarnar á myndinni eru í tvíriti, en heildarmagnið fyrir framkvæmdina er þó meira því teikningar fyrir innréttingar vantar.