Þrjú Suðurnesjaskip svipt leyfi af Fiskistofu
Þrjú fiskiskip af Suðurnesjum voru svipt veiðileyfi í mars, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Svala Dís KE 29 var svipt leyfi til veiða í atvinnuskyni í tvær vikur vegna framhjálöndunar. Óli Gísla GK 112 var sviptur veiðileyfi til atvinnuskyni vegna vigtarbrots. Þá var Reynir GK 355 sviptur leyfi til veiða í atvinnuskyni, í tvær vikur vegna framhjálöndunar.
Myndin tengist ekki fréttinni.