Þrjú skip í samfloti heim frá Kína?
Svo gæti farið að þrjú íslensk fiskiskip yrðu í samfloti heim frá Kína í næsta mánuði. Fyrirhugað er að afhenda tog- og nótaskipið Guðrúnu Gísladóttur KE í lok júnímánaðar og reiknað er með því að netabáturinn Happasæll KE og ísfisktogarinn Björn RE verði tilbúnir til brottfarar um svipað leyti.
Þetta kemur fram á InterSeafood.com í dag.Að sögn Helga Kristjánssonar hjá Skipatækni þá tókust reynslusiglingar Guðrúnar Gísladóttur KE vel og hann segir að Happasæll KE eigi að fara í reynslusiglingu einhvern næstu daga og jafnvel strax um helgina. Ef allt gangi að óskum þá gæti skipið verið tilbúið til heimferðar um svipað leyti og Guðrún Gísladóttir KE. Þá segist Helgi hafa heyrt að Björn RE verði sennilega tilbúinn um svipað leyti þannig að menn séu að velta fyrir sér möguleikum á að skipin verði í samfloti á heimleiðinni.
Það er mikið öryggi í því. Það þarf ekki nema smávægilega bilun til þess að setja allt úr skorðum og þá er gott að þekkja einhvern í næsta nágrenni sem maður getur fengið spotta hjá, segir Helgi Kristjánsson.
Myndin: Guðrún Gísladóttir KE á leið í reynslusiglinguna. Mynd/InterSeafood.com: Sigmar Ólafsson
Birt með góðfúslegu leyfi InterSeafood.com
Þetta kemur fram á InterSeafood.com í dag.Að sögn Helga Kristjánssonar hjá Skipatækni þá tókust reynslusiglingar Guðrúnar Gísladóttur KE vel og hann segir að Happasæll KE eigi að fara í reynslusiglingu einhvern næstu daga og jafnvel strax um helgina. Ef allt gangi að óskum þá gæti skipið verið tilbúið til heimferðar um svipað leyti og Guðrún Gísladóttir KE. Þá segist Helgi hafa heyrt að Björn RE verði sennilega tilbúinn um svipað leyti þannig að menn séu að velta fyrir sér möguleikum á að skipin verði í samfloti á heimleiðinni.
Það er mikið öryggi í því. Það þarf ekki nema smávægilega bilun til þess að setja allt úr skorðum og þá er gott að þekkja einhvern í næsta nágrenni sem maður getur fengið spotta hjá, segir Helgi Kristjánsson.
Myndin: Guðrún Gísladóttir KE á leið í reynslusiglinguna. Mynd/InterSeafood.com: Sigmar Ólafsson
Birt með góðfúslegu leyfi InterSeafood.com