Þrjú kg. af hassi á Keflavíkurflugvelli
Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Leifsstöð sl. þriðjudagskvöld með þrjú kg. af hassi. Ágætlað götuverðmæti efnisins er um 7 til 8 millj. kr.Maðurinn var að koma frá Kaupmannahöfn. Við hefðbundna tollleit fundust í farangri hans 3 kg. af hassi. Farþeginn var í framhaldinu handtekinn af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli. Fíkniefnadeild Lögreglunnar í Reykjavík tók við rannsókn málsins og var maðurinn úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald sl. miðvikudag.