Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrjú flugeldaslys tilkynnt á Suðurnesjum
Föstudagur 2. janúar 2004 kl. 12:12

Þrjú flugeldaslys tilkynnt á Suðurnesjum

Skömmu eftir miðnætti aðfararnótt nýársdags var tilkynnt um mann í Sandgerði sem hafði brunnið í andliti vegna flugelds.  Lögregla og sjúkralið fór á staðinn.  Maðurinn hafði fengið skot úr "tertu" í andlitið og skorist á höku.  Hann vankaðist við höggið.  Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. 
Kl. 00:55 var tilkynnt frá Brekkustíg í Njarðvík að flugeldur hafi unnið skemmdir á bifreið.  Lögregla fór á staðinn og kom í ljós að flugeldur hafði lent svo harkalega á afturrúðu bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að rúðan brotnað. 
Kl. 00:59 var sjúkrabifreið og lögregla kölluð að íbúðarhúsi í Grindavík þar sem 14 ára drengur hafði brennst illa á hendi.  Drengurinn hafði verið að kveikja í flugelda sem sprakk skyndilega með þeim afleiðingum að eldur barst í úlpu hans.  Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans í Reykjavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024