Þrjú brunaútköll á skömmum tíma
 Þriggja eldsvoða er getið í dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöld og urðu þeir allir á rúmlega 30 mínútna tímabili um kl. 21. Tveir þeirra voru við leikskóla í Keflavík, Garðasel og Tjarnasel, þar sem kveikt hafði verið í ruslaílátum. Skemmdir urðu, en eldur barst ekki í húsnæði skólanna.
Þriggja eldsvoða er getið í dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöld og urðu þeir allir á rúmlega 30 mínútna tímabili um kl. 21. Tveir þeirra voru við leikskóla í Keflavík, Garðasel og Tjarnasel, þar sem kveikt hafði verið í ruslaílátum. Skemmdir urðu, en eldur barst ekki í húsnæði skólanna.
Þá var tilkynnt um lausan eld í gámi við húsvegg á Stóru-Vogaskóla. Þegar lögregla og slökkvilið kom á vettvang hafði skólastjóri ráðið niðurlögum eldsins og engar skemmdir höfðu orðið á gámnum.
Mynd úr safni - tengist fréttinni ekki


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				