Þrjátíu próf haldin hjá MSS
Miklar prófaannir eru hjá Miðstöð símenntunar nú í desember. Rúmlega 50 nemendur sem stunda fjarnám við Háskólann á Akureyri eru skráðir í desemberprófin, en um þrjátíu próf eru haldin hjá MSS að þessu sinni. Prófað er í auðlindadeild, heilbrigðisdeild, viðskipta-og rekstrardeild og í leiksóladeild Háskólans á Akureyri. Nemendur KHí sem eru 11, þurfa hins vega ennþá að fara í sín próf til Reykjavíkur, en að sögn Skúla Thoroddsen, forstöðumanns MSS, standa vonir til að öll póf fjarnema geti farið fram hjá Miðstöðoinni í vor.