Þrjár og hálf milljón í búnað íþróttamannvirkja í Grindavík
Á síðasta bæjarstjórnarfundi í Grindavík var samþykktur samhljóða viðauki við fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir núverandi rekstrarár. Viðaukinn, sem er þrjár og hálf milljón króna, er fjármagnaður með lækkun á handbæru fé bæjarsjóðs. Um er að ræða búnað fyrir íþróttamannvirki svo sem neyðarhnapp, myndavélar og kælikerfi fyrir tölvuherbergi. Áætlaður kostnaður við kælikerfi er 400 – 500.000 krónur.