Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þrjár íbúðahæðir ofan á Hafnargötu 52?
Laugardagur 19. apríl 2003 kl. 01:39

Þrjár íbúðahæðir ofan á Hafnargötu 52?

Reynir Ólafsson hefur spurst fyrir um það hjá umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar um hvort eftirfarandi breytingar verði heimilaðar að Hafnargötu 52. Að hækka húsið um eina hæð (úr 3 í 4), að nýta efri hæðirnar undir íbúðir, setja svalir á húsið og byggja nýtt stigahús með lyftu bak við húsið.Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í erindið, þó þarf að gera betur grein fyrir bílstæðum m.a. vegna þeirrar skerðingar á þeim sem bygging stigahússins veldur. Lagst er gegn því að dýpt svala verði meiri en 2m.

Eins og fram kemur í annarri frétt hér á vefnum hefur verktakafyrirtæki í Reykjanesbæ fengið heimild til að byggja verslunar- og íbúðarhúsnæði að Hafnargötu 50. Þar kemur ekki fram um hvað margar íbúðir er að ræða, né heldur í fyrirspurn Reynis Ólafssonar. Ekki langt þarna frá er nýtt háhýsi við Framnesveg með fjölda íbúða var klárað og á lóð við gömlu sundhöllina er unnið að byggingu fjölda íbúða, að ógleymdu háhýsi á horni Vatnsnesvegar og Sólvallagötu. Íbúum í þessum hluta Keflavíkur gæti því fjölgað mikið á næstu misserum miðað við þær framkvæmdir sem nú eru í gangi eða eru fyrirhugaðar. Svo verður þess ekki langt að bíða að Hafnargatan verði endurnýjuð á þessum slóðum og hún gerð meira aðlaðandi.

Myndin: Yfir neðanverða Hafnargötuna. Nú eru uppi hugmyndir um stóraukna íbúðabyggð við götuna milli Skólavegar og Vatnsnesvegar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024