Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrjár herþotur til Keflavíkur í kvöld
Sunnudagur 3. apríl 2011 kl. 18:03

Þrjár herþotur til Keflavíkur í kvöld

Þrjár orustuþotur kanadíska flughersins eru væntanlegar til Keflavíkurflugvallar í kvöld og lenda um kvöldmatarleitið en þessa dagana er að hefjast loftrýmisgæsla við Ísland. Ein orustuþota til viðbótar kemur á morgun og þá kemur einnig eldsneytisvél.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er kanadíski flugherinn sem sinnir loftrýmisgæslunni á Íslandi í þetta skiptið. Nú þegar er búið að senda mannskap, tól og tæki til landsins.


Um hundrað og fimmtíu manns fylgja þessum vélum hingað til lands. Sá hópur dvelur á Ásbrú næstu vikurnar. Auk loftrýmisgæslu, á til dæmis að æfa aðflug að flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum.

Landhelgisgæslan tók nýlega við verkefnum Varnarmálastofnunar, sem hafði umsjón með loftrýmisgæslunni. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni, þurfti raunar að endurskipuleggja þessa gæslu með hraði nýlega þar sem flugsveitin sem átti upphaflega að sinna þessu verkefni var send á vegum NATO til að halda uppi flugbanni í Líbíu, segir í frétt á vef RÚV.