Þrjár Fokker F-50 bíða sölu á Keflavíkurflugvelli
- geymdar í flugskýli 885
Þrjár Fokker F-50 farþegaflugvélar úr flota Flugfélags Íslands hafa verið í geymslu á Keflavíkurflugvelli frá því þeim var lagt á vormánuðum, þegar Bombardier Q400 leystu þær af hólmi. Framleiðslu á Fokker F-50 var hætt fyrir tveimur áratugum.
Flugleiðir, forveri Flugfélags Íslands, fékk fjórar nýjar F-50 vélar í sína þjónustu árið 1992. Þær komu í stað F-27 en Fokker var í þjónustu innanlandsflugsins í hálfa öld. Flestar urðu Fokker F-50 sex talsins en félagið var með fimm Fokker F-50 í rekstri þar til á vormánuðum þegar Bombardier Q400 kom til sögunnar en Flugfélag Íslands hefur fest kaup á þremur slíkum vélum sem flytja 74 farþega. Fyrir var félagið með tvær Q200 sem flytja 37 farþega.
Einn Fokker F-50 var seldur skömmu fyrir síðustu áramót og eftir að Bombardier-vélarnar voru teknar í notkun. Ein vél er geymd í skýli á Reykjavíkurflugvelli en þrjár í flugskýli 885 á Keflavíkurflugvelli.
„Þær eru enn til sölu,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélag Íslands við Víkurfréttir. Hann segir þó ekkert nýtt að frétta af sölu vélanna sem í dag eru næstum aldarfjórðungs gamlar.