Þrjár bílveltur og einn útafakstur á gamlárskvöldi
Fljúgandi háll Grindavíkurvegurinn varð til þess að þrír bílar hafa oltið á vegnum þegar þetta er skrifað og einn að auki hefur hafnað utan vegar án þess að velta. Að sögn Pálma Aðalbergssonar varðstjóra hjá lögreglunni í Keflavík hófust ósköpin uppúr kl. 19 í kvöld og nú síðast fyrir klukkustund var lögreglan send á vettvang umferðarslyss á Grindavíkurvegi við Seltjörn.Enginn hefur slasast alvarlega í þessum umferðarslysum en þrír hafa verið sendir til rannsóknar eftir að hafa fundið til verkja eftir velturnar.