Þrjár bílveltur á sama tíma - ekki alvarleg meiðsl
Mikið annríki er hjá viðbragðsaðilum á Suðurnesjum þessa stundina. Tilkynnt var um þrjár bílveltur með nokkurra mínútna millibili. Ein þeirra var við Voga, önnur við Njarðvík. Víkurfréttir hafa ekki upplýsingar um hvar sú þriðja varð.
Sjúkrabílar og lögregla hafa verið kölluð til. Ekki urðu alvarleg meiðsl og sjúkrabílar afturkallaðir en samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja er mikil hálka á vegum og nauðsynlegt að fara varlega.